Abdullah konungur Sádi-Arabíu sagði í dag í tilkynningu sem lesin var upp í ríkissjónvarpi landsins að ástæða lækkunar á olíuverði væri eftirspurnarvandi vegna efnahagsástandsins í heiminum, en ekki framboðsvandi. Þetta kemur fram á vef Wall Street Journal.

Abdullah sagði jafnframt að að Sádí-Arabía myndi ekki hvika frá stefnu sinni. Þetta eru talin skýr merki um að Sádí-Arabar muni ekki draga úr framleiðslu, en þeir eru stærsta útflutningsþjóð heims á olíu.

Viðskipti hafa verið með olíu til afhendingar í febrúar í Bandaríkjunum á undir 50 dölum á tunnu.

Abdullah kongungur er 90 ára gamall er staddur á spítala vegna lungnabólgu en einn af prinsunum landsins las tilkynninguna.