Konungsríkið Sádí-Arabía  hyggst draga úr olíuframleiðslu sinni í febrúar niður fyrir þau mörk sem OPEC samtök olíuframleiðsluríkja höfðu áður sett.

Samkvæmt frétta Reuters í dag er áætlun uppi um að draga úr olíuframleiðslunni um 300.000 tunnur á dag. Sem stendur er dælt upp 8 milljónum tunna á dag. OPEC hafði áður samþykkt að framleiðsla konungsdæmisins færi í 8,05 milljónir tunna á dag.

Ali Naimi olíumálaráðherra Sádí Arabíu sagði blaðamanni Reuters aðspurður um hversu langt ríkið væri tilbúið að ganga til að tryggja stöðugleika á markaði:

“Ég skal segja þér þetta. Við erum að vinna hörðum höndum að því að ná jafnvægi...  við munum gera það sem þarf til að ná aftur jafnvægi á olíuverðið.”