Embættismaður á vegum Sádi Arabíu er ásakaður um að hafa komið með þræl með sér til að vinna heimilisstörf í London. Ekki er hægt að sækja embættismenn erlendra ríkja til saka fyrir glæpi framda í landinu sem þeir starfa í, en stjórnvöld geta rekið þá úr landi. Að minnsta kosti tveir embættismenn og fjölskyldur þeirra voru beðnar um að yfirgefa landið á síðasta ári.

Reyna að fela óþægileg mál í magninu

Á lokadegi breska þingsins birtast oft fréttir sem talið er að stjórnvöld vilji fara hljótt með, þar sem þær geti horfið í því mikla magni upplýsinga sem birtar eru oft á lokadegi þingsins.

Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Bretlands, sem Boris Johnsson nú leiðir, kom fram að embættismaður frá Sádi Arabíu var ásakaður um „mansalsflutninga inn í Bretland, með misnotkun, þá sérstaklega þjónustu inn á heimili, í huga.“

Sádi Arabía var eitt síðasta land í heimi til að afnema þrælahald í lögum, en það var gert árið 1962, eftir þrýsting frá Bretlandi.

Bjó til barnaklám og neyddi barn til klámáhorfs

Einnig er mögulegt að embættismaður frá Mexíkó, sem bjó til barnaklámsmyndir, hafi sloppið án refsingar, sagði Boris Johnson, en annar staðar í skjölunum er viðkomandi einnig sakaður um að hafa neitt barn undir 15 ára til að horfa á klámefni.

Allt í allt voru 11 brot erlendra embættismanna birt í gögnunum sem komu fram í dag, flest þó tengd umferðarlagabrotum, í mörgum tilvikum þar sem áfengi var við hönd. Þetta kemur fram í breskum fjölmiðlum, meðal annars Daily Mail .