*

föstudagur, 18. október 2019
Erlent 13. ágúst 2018 15:09

Sádi-Arabía dregur úr framleiðslu

Sádi-Arabía dró úr olíuframleiðslu sinni í júlí þrátt fyrir yfirlýsingar konungsdæmisins um að auka framboð.

Ritstjórn
Höfuðstöðvar OPEC í Vínarborg í Austurríki.
epa

Sádi-Arabía dró úr olíuframleiðslu sinni í júlí þrátt fyrir yfirlýsingar konungsdæmisins um að auka framboð gífurlega. Er þetta gert til þess að bæta upp fyrir yfirvofandi samdrátt í útfluttningi á olíu frá Íran. Þetta kemur fram í Financial Times.

Í síðasta mánuði framleiddi Sádi-Arabía sem er stærsti framleiðandi OPEC (Samtök olíuframleiðsluríkja) rétt tæplega 10,4 milljónir tunna á dag samkvæmt tölum frá samtökunum.

Tölur þessar sýna að framboð olíu hefur dregist saman um 52 þúsund tunnur á dag. Framboðið frá Sádi-Arabíu hefur dregist en meira saman eða um 10,3 milljónir tunna á dag.

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur beðið olíuframleiðendur um að dæla upp meiri olíu eftir að ríkisstjórn hans setti viðskiptaþvinganir á olíu frá Íran. 

Ríkisstjórn Sádí-Arabíu hefur gefið út að ástæður fyrir því að ákveðið var að draga úr framboði séu þær að eftirspurn eftir hrávörum hafi ekki verið nægilega mikil samhliða því að Íran sé nú að selja sínar hrávörur á afslætti í kjölfar viðskiptaþvingana Trump. 

Stikkorð: Olía Sádi-Arabía OPEC