Ríkisstjórn Sádí-Arabíu sækir nú á lánamarkaði til að styrkja við efnahagsreikning ríkisins. Reuters greinir frá. Þetta mun verða fyrsta verulega lántaka ríkisins í yfir áratug.

Ríkisstjórnin ætlar að afla á milli 6 og 8 milljarða Bandaríkjadala, eða á milli 750 og 1.000 milljörðum króna með bankalánum. Ríkisstjórnin hefur beðið áhugasama lánveitendur að bjóða fimm ára lán sem verður í Bandaríkjadal.  Lækkun olíuverðs er orsök þess að ríkið þarf að sækja á lánamarkaði. Eftir miklar lækkanir á heimsmarkaðsverði á olíu hefur ríkið verið rekið með miklum halla, en hann nam 100 milljörðum dala á síðasta ári.

Ríkið hefur mætt hallanum með að selja eignir erlendis og með því að gefa út skuldabréf innlendis. Erlendar eignir verða uppurnar innan fárra ára ef ríkið dregur ekki úr útgjöldum eða olíuverð hækkar ekki.