Sádi-Arabía hefur tilkynnt asískum viðskiptavinum sínum formlega að hráolíuframleiðsla verði minnkuð, en það hefur ekki gerst í 19 mánuði, segir í frétt Dow Jones.

OPEC ríkin samþykktu nýverið að minnka framleiðslu sína um 1,2 milljón olíuföt á dag, sem tekur í gildi 1. nóvember. Sádi-Arabía mun minnka framleiðslu sína um 380 þúsund olíuföt á dag.

Sádi-Arabía hafði áður tilkynnt að framleiðsla sem færi til Asíu yrði óbreytt í nóvember. En það að Sádi-Arabía hafi skipt um skoðun þykir sýna staðfestu OPEC ríkjanna í framleiðsluminnkun sinni, segir í fréttinni.

Enn á eftir að koma í ljós hvaða áhrif skerðingin mun hafa á olíbirgðir Asíu, segir í fréttinni.