Sádí-Arabía hefur slitið stjórnmálasambandi við Íran eftir að mótmælendur kveiktu í sendiráði Sádí-Arabíu í Tehran, höfuðborg Íran. Mótmælendur í Íran réðust á sendiráðið eftir að Sádí-Arabía tók af lífi klerkinn, Nimr al-Nimr, en hann var einn af 47 mönnum sem voru teknir af lífi á laugardaginn sl.

Utanríkisráðherra Sádí-Arabíu, Adel al-Jubeir,  sagði í kjölfar þess að stjórnmálasambandinu var slitið að landið myndi ekki lengur eiga í samskiptum við ríki sem „styður við hryðjuverk og elur á sundrungu.“ Þetta er mestu átök í sögu ríkjana í yfir þrjá áratugi.

Í kjölfar fréttanna hefur olíuverð hækkað um rúmlega 3%