Yfirvöld í olíuveldinu mikla Sádí-Arabía stefna að því að opna landið fyrir erlendri fjárfestingu í fyrsta sinn.

Markaðurinn er mjög stór í Sádí-Arabíu, talið er að hann nemi 530 milljörðum dollara, og er því tvöfalt stærri en Tel Aviv hlutabréfamarkaðurinn í Ísrael.

Búist er við að markaðurinn opni fyrri hluta árs 2015. Beinar fjárfestingar munu í fyrstu einungis vera heimilaðar fyrir íbúa Sádí-Arabíu og Persaflóaríkjanna Kúvæt, Írak, Barein, Óman, Katar og Sameinuðu arabísku furstaveldin.

Talið er að opnun markaðarins í Sádí-Arabía geti haft mikil jákvæð efnahagsleg áhrif á landið. Það er til að mynda mikilvægt skref sem gæti leitt til þess að landið verði að nýmarkaðsríki rétt eins og Katar og Sameinuðu arabísku furstaveldin urðu nýlega.