Sádí-Arabía er í forystu fyrir nýtt hernaðarbandalag 34 íslamska þjóða sem er ætlað að berjast gegn hryðjuverkasamtökum.

Samtökin bera heitið Islamic military alliance en samkvæmt tilkynningu frá Sádum þá „verður að berjast gegn hryðjuverkum á öllum vígstöðum“ og að hryðjuverk séu  „alvarleg brot gegn virðingu mannlegs lífs og réttindum manna, sérstaklega gegn rétti til lífs og öryggi.“

Meðal þjóða í bandalaginu eru þjóðir með sterkan herafla, s.s. Pakistan, Tyrkland, Egyptaland. Sádí-Arabía, og aðrar þjóðir á Arabíuskaganum, hafa verið gagnrýndar fyrir að hafa ekki tekið nægilega virkan þátt í baráttunni gegn ISIS og öðrum hryðjuverkasamtökum á svæðinu. Stofnun bandalagsins virðist vera liður í að koma til móts við þá gagnrýni.