Sádiarabíski fjárfestirinn Maan Abdul wahed al-Sanea, hefur fest kaup á 3,11% hlut í HSBC, sem er eitt stærsta fjármálafyrirtæki heims. Markaðsvirði HSBC er nú um 13.822 milljarðar króna, sem þýðir að andvirði hlutarins er um 430 milljarðar króna. Með fjárfestingunni verður Al-Sanea einn stærsti hluthafi í fyrirtækinu, en hann er stofnandi Saad Group samsteypunnar, sem starfar í byggingu, verkfræðiþjónustu, fasteignum, ferðamannaþjónustu, læknaþjónustu, fjármálaþjónustu og menntun.

Talsverð aukning hefur verið í að fjárfestar frá Mið-Austurlöndunum sýni alþjóðlegum fjármálafyrirtækjum áhuga og er skemmst að minnast þegar prinsinn Alwaleed bin Talal, sem er einn stærsti hluthafi Citigroup, fór fram á að breytingar yrðu gerðar í fyrirtækinu til að draga úr kostnaði í krafti eignarhlutar síns.