Sadiq Khan hefur verið kosinn nýr borgarstjóri Lundúna. Sigur hans markar tímamót en hann er fyrsti músliminn til að gegna stöðu borgarstjóra í sögu borgarinnar sem og nokkurri annarri höfuðborg vestræns ríkis.

Khan sigraði mótherja sinni, milljarðamæringinn Tory Zac Goldsmith með 1,310,143 atkvæðurm gegn 994,614, eða 57% gegn 43%. Enginn einstaklingur hefur hlotið jafnmörg atkvæði í kosningum í Bretlandi.

Með sigri sínum batt Khan enda á 8 ára valdatíð Íhaldsflokksins borginni. Í sigurræðu sinni lofaði hann að vera borgarstjóri allara lundúnarbúa og sagðist stoltur af því að London hefði kosið von í stað ótta.