Sigríður Ingibjörg vill leggja áherslu á velferðarmál og bendir á að þau hafi átt hug hennar og hjarta síðastliðin sjö ár. Sigríður hefur meðal annars verið formaður velferðarnefndar Alþingis síðustu fjögur ár.

Meðal áherslumála Sigríðar  er að auka fé til heilbrigðisþjónustu, klára uppbyggingu Landspítala og bæta við hjúkrunarrými og bæta þjónustu við aldraða.

Í tilkynningu frá Sigríði kemur fram að fólki eigi ekki að forðast undan átökum um grundvallarmál. Enn fremur kemur fram að hún vilji vinna með sínum samherjum að nýrri stjórnarskrá, uppboði á aflaheimildum, nýjum gjaldmiðli og markvissari aðgerðum í umhverfismálum.