Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, sauðfjárbóndi í Bakkakoti í Stafholtstungum og fyrrum formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Bændasamtökum Íslands.

Frá þessu er greint á vef Skessuhorns en nýr formaður verður kosinn á Búnaðarþingi í byrjun mars. Haraldur Benediktsson, núverandi formaður, mun láta af formennsku í BÍ á sama fundi en hann skipar nær öruggt þingsæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.

Í samtali við Skessuhorn segist Sindri hafa tekið ákvörðun á grundvelli þess að hann hefur mikla trú á íslenskum landbúnaði og þeim möguleikum sem hann búi yfir auk þess sem hann hafi fengið mikla hvatningu úr röðum bænda til að gefa kost á sér í formannsembættið.

Sjá vef Skessuhorns.