Fataverslun á Íslandi hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár og sterkar vísbendingar liggja fyrir að hún færist í auknum mæli út fyrir landsteinana. Á uppgjörsfundi Haga sem haldinn var á Hótel Natura í morgun kynnti Finnur Árnason, forstjóri Haga, nýja sókn fyrirtækisins í fataverslun í samstarfi við alþjóðlega tískumerkið F&F.

Finnur segir að um 40% af fataverslun fari fram erlendis, sér í lagi vegna þess hversu mikið hún er skattlögð hér á landi. Þá segir hann að fyrirtækið muni halda áfram sókn sinni á fatamarkaði en jafnframt hvetja stjórnvöld til að létta á umhverfi fataverslunar á Íslandi.

VB Sjónvarp ræddi við Finn.