Félagið Eykon Energy ehf., sem sótt hefur um olíuleitar- og vinnsluleyfi á Drekasvæðinu, vinnur nú að umsókn fyrir sambærilegt leyfi í Noregshafi og til stendur að sækja einnig um leyfi í Barentshafi. Þá mun Eykon Energy sækja um olíuleitar- og vinnsluleyfi á Jan Mayen-svæði Noregsmegin þegar opnað verður fyrir umsóknir, að sögn Heiðars Más Guðjónssonar, stjórnarformanns Eykon Energy.

Ísland á rétt á 25% þátttöku í olíustarfsemi á norska hluta Jan Mayen-svæðisins og eins á Noregur rétt á jafnmikilli þátttöku á íslenska hluta svæðisins.

Nánari umfjöllun er um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð .