*

mánudagur, 6. júlí 2020
Erlent 16. maí 2018 14:06

Sænska flugfélagið Nextjet gjaldþrota

Öllum flugferðum sænska félagsins hefur verið aflýst og það hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum.

Ritstjórn
Nextjet er með höfuðstöðvar á Arlanda flug­velli í Stokk­hólmi.
Aðrir ljósmyndarar

Sænska flugfélagið Nextjet hefur nú aflýst öllum sínum flugferðum og óskað eftir gjaldþrotaskiptum en fjallað var um málið á SVT.

Magnus Ivarsson, forstjóri Nextjet, segir ákvörðunina hafa verið afar erfiða en þó nauðsynlega þar sem ekki hafi tekist að finna lausn á vanda fyrirtækisins. 

Samgöngustofa Svíþjóðar ógilti starfsleyfi Nexjet sökum fjárhagserfiðleika fyrirtækisins í ágúst í fyrra. 

Stikkorð: Svíþjóð gjaldþrot Nextjet