Sænska flugfélagið Nextjet hefur nú aflýst öllum sínum flugferðum og óskað eftir gjaldþrotaskiptum en fjallað var um málið á SVT .

Magnus Ivarsson, forstjóri Nextjet, segir ákvörðunina hafa verið afar erfiða en þó nauðsynlega þar sem ekki hafi tekist að finna lausn á vanda fyrirtækisins.

Samgöngustofa Svíþjóðar ógilti starfsleyfi Nexjet sökum fjárhagserfiðleika fyrirtækisins í ágúst í fyrra.