Afar áhættusamt er að leggja út í uppbyggingu og rekstur sæstrengs frá landinu og því álitamál hvort Ísland á að standa í slíku. Taki landsmenn hins vegar takmarkaða fjárhagslega áhættu við uppbygginguna og rekstur sæstrengsins er nær öruggt að hann auki þjóðhagslegan ábata landsins.

Dr. Ásgeir Jónsson, efnahagsráðgjafi fjármálafyrirtækisins Gamma, kynnti í Þjóðmenningarhúsinu nú fyrir hádegi efni og niðurstöður skýrslu sem unnin var fyrir Landsvirkjun um áhrif sæstrengs á hag íslenskra heimila . Mat hans er að verði dregið úr fjárhagslegri áhættu geti ábatinn orðið gríðarlegur eins og í þeim löndum sem hafi tengt raforkukerfi sitt við önnur lönd.