*

föstudagur, 22. janúar 2021
Sjónvarp 10. september 2014 09:41

Sæstrengur er góð hugmynd

Fyrrverandi olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, hélt erindi um arðsemi orkuútflutnings í gær.

Kári Finnsson
Hleð spilara...

VÍB, eignastýringaþjónusta Íslandsbanka, hélt málfund í Hörpu gær um arðsemi orkuútflutnings. Meðal þeirra sem héldu erindi á fundinum var Ola Borten Moe, fyrrverandi olíu- og orkumálaráðherra Noregs, en hann miðlaði til fundargesta af reynslu Norðmanna m.a. af lagningu sæstrengs. Spurður að því hvað Íslendingar geti lært af Norðmönnum þegar kemur að orkuútflutningi segir hann að margt sé líkt í aðstöðu landanna beggja. Lagning sæstrengs á milli Bretlands og Íslands er í grunninn góð hugmynd að hans mati.

Spurður að því hvað séu helstu þröskuldar í vegi okkar að lagningu sæstrengs á milli Bretlands og Íslands segir Moe að kanna þurfi vandlega hverjir séu helstu eiginleikar beggja markaða áður en lengra er haldið. 

VB Sjónvarp ræddi við Ola Borten Moe.

Stikkorð: VÍB Sæstrengur Ola Borten Moe