*

miðvikudagur, 25. nóvember 2020
Innlent 2. nóvember 2017 14:30

Sæstrengur frá Danmörku til Englands

Stefnt er að lagningu þriðja sæstrengsins frá Bretlandi til Evrópu, til að jafna út sveiflur meðal annars í framleiðslu með vindorku.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Lars Christian Lilleholt ráðherra orkumála í dönsku ríkisstjórninni hefur samþykkt að danska orkufyrirtækinu Energinet leggi sæstreng milli Danmerkur og Bretlands. Er um að ræða fjárfestingu fyrir um 11 milljarða danskra króna, eða sem samsvarar 183 milljörðum íslenskra króna. 

Mun tengillinn koma að landi í Lincolnskíri í Englandi, en í dag er Bretland tengt meginlandinu á einungis tveimur stöðum, frá Frakklandi og Hollandi og að hún verði komin í notkun árið 2022 að því er segir á vefsíðu Enerkinet.

Þannig hyggst orkufyrirtækið ná að jafna út sveiflur í orkuframleiðslu sinni, til að mynda frá framleiðslutoppum í vindorkuframleiðslunni í Danmörku. Mun sæstrengurinn geta flutt um 1.000 megawött, og verður hann um 650 kílómetra langur.

Stikkorð: Bretland Danmörk Sæstrengur