Marius Holm Rennesund, hagfræðingur hjá Thema consulting í Noregi, segir að með lagningu sæstrengs héðan til Evrópu muni raforkuverð hækka hlutfallslega meira en það gerði í Noregi á sínum tíma. Markaðurinn hér sé minni og strengurinn stærri. Þetta kom fram á málþingi í Hörpu í hádeginu í dag sem ráðgjafarhópur á vegum atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytis stóð fyrir.

Marius Holm sagði neytendur alltaf óttast hærri verð og sölu á náttúruauðlindum. Ekki væri hægt að tryggja að raforkuverð héldist óbreytt hér á landi. Hann taldi þó að breytingin yrði að öllum líkindum lítil.