Suður kóreska fjármálaeftirlitið hefur staðfest að Choi Eun Young, fyrrum formaður stjórnar kóreska flutningafyrirtækisins Hanjins, sæti rannsókn vegna meintra innherjaviðskipta. Þetta kemur fram í frétt BBC um málið,.

Choi Eun Young hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir að selja öll sín hlutabréf í fyrirtækinu áður en að félagið endurskipulagði skuldir sínar í apríl. Gjaldþrot Hanjin var það stærsta í sögu skipaflutninga iðnaðarins.

Í grein Wall Street Journal kemur fram að Choi ásamt tveimur dætrum sínum seldu hlutabréf í fyrirtækinu að andvirði 2,7 milljónum dollara. Choi yfirgaf fyrirtækið árið 2014.