Aðeins er handfylli af riftunar­málum Kaupþings gegn fyrr­verandi starfsmönnum ólokið. Í júní hafði sátt náðst í 51 af 67 mál­um og eftir að Kaupþing vann málið gegn Delíu Kristínu Howser fyrr á árinu hafa fleiri fyrrverandi starfsmenn kastað inn handklæðinu.

Á dagskrá Hæstaréttar eru fjög­ur riftunarmál af þessu tagi en auk þeirra er mál Sigurðar Einarsson­ar sem ekki er enn komið á dag­skrá Hæstaréttar þótt því hafi verið áfrýjað. Guðni Haraldsson, lögmað­ur Kaupþings, segir að nú þegar hafi eitt þessara mála verið fellt niður eftir að sátt náðist. Þá segir hann að verið sé að klára sáttagerðir í fleiri málum.

Guðni segir að Kaupþing hafi ekki gert kröfu um að nokkur þeirra starfsmanna, sem lokið hafa mál­ um sínum með sátt, verði gerðir gjaldþrota. Reyndar segir Guðni að ekki hafi verið þörf á að fara fram á gjald­þrotaúrskurð. Því er líklegt að þeir starfsmenn, sem skulduðu hvað mest hafi ekki enn samið við Kaupþing eða hafi einfaldlega haft efni á að gera upp við bankann.

Nánar er fjallað um  málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.