Indverski auðkýfingurinn Mukesh Ambani er sagður hafa áform um að taka þátt í næsta uppboði um farsímaleyfi í landinu. Ambani er meðal ríkustu manna á Indlandi en hann stýrir fyrirtækjasamstæðunni Reliance, sem faðir hans setti á laggirnar. Fyrir á farsímamarkaðnum indverska er litli bróðir hans Anil umsvifamikill.

Litlir kærleikar eru á milli bræðranna. Móðir þeirra fékk því framgengt að Reliance-veldinu var skipt upp í kjölfar andláts fjölskylduföðurins árið 2002 og fékk Anil yfirráð yfir fjarskiptahlutanum. Í sáttinni sem móðir Ambani-bræðranna lét þá gera felst m.a. að þeir megi ekki fara í samkeppni.

Í netútgáfu breska dagblaðsins Financial Times segir hugsanlegt að skref Mukesh Ambani geti hugsanlega brúað bili á milli bræðranna enda hafi fjarskiptahlutinn glímt við erfiðleika í rekstri.