Bæði Reykjavíkurborg og Farice ehf. hafa gert sættir við Fjármálaeftirlitið vegna brota á lögum um verbréfaviðskipti. Í báðum tilvikum stóðu viðkomandi ekki skil á listum yfir aðila tengda fruminnherjum. Þá hafði Farice ekki staðið skil á listum yfir fruminnherja.

Í 128. grein laganna er kveðið á um skyldu útgefenda til að senda Fjármálaeftirlitinu, í því formi sem eftirlitið ákveður, upplýsingar um fruminnherja, tímabundna innherja og aðila fjárhagslega tengda innherjum. Endurskoðaðan lista skal senda Fjármálaeftirlitinu eigi sjaldnar en á sex mánaða fresti.

Farice mun greiða sekt að fjárhæð ein milljón króna og Reykjavíkurborg mun greiða hálfa milljón.