Sævar Freyr Þráinsson, fyrrverandi forstjóri Símans, hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri 365. Í tilkynningu frá 365 kemur fram að hann mun hefja störf 1. júlí. Stefán H. Hilmarsson fjármálastjóri mun hverfa til annarra starfa fyrir eigendur 365.

Þá hefur verið ákveðið að auka hlutafé 365 um næstum einn millljarð króna. Aukningin er á vegum núverandi eigenda og nýrra hluthafa, en ekki er vitað hverjir hinir nýju hluthafar eru. Ari Edwald, forstjóri 365, segir að gengið verði frá hlutafjáraukningunni í júní og þá verði upplýst hverjir þeir eru.

Hinir nýju hluthafar munu ekki hafa atkvæðavægi við stjórnun félagsins en njóta forgangs við arðgreiðslur.