„Ég er hættur sem forstjóri en mun aðstoða í ákveðnum verkefnum,“ segir Sævar Freyr Þráinsson. Hann hefur hætt sem forstjóri Símans í kjölfar sameiningar fyrirtækisins við Skipti. Orri Hauksson, forstjóri Skipta, hefur tekið við sem forstjóri Símans.

Sævar segir í samtali við VB.is að allt frá því Orri tók við forstjórastóli Skipta í fyrrahaust hafi verið unnið að sameiningu fyrirtækjanna. Hann telur hana af hinu góða.

„Þessi niðustaða er mjög skynsöm til framtíðar. Hún felur í sér ákveðið hagræði og skýrari uppsetningu á félginu. Fyrirtækið er fyrir vikið betur tilbúð fyrir skráning á markað,“ segir Sævar.

Hefur unnið hjá Símanum frá útskrift

Sævar hefur unnið í 18 ár hjá Símanum en þar hóf hann störf árið 1995 sama ár og hann útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hann hefur á þessum tíma komið víða við innan Símans og unnið á flestum deildum fyrirtækisins. Hann tók við forstjórastólnum af Brynjólfi Bjarnasyniárið 2007.

Spurður að því hvernig það er að kveðja eftir þetta langan tíma segir Sævar:

„Það er í senn söknuður og tilhlökkun að takast á við ný verkefni í framtíðinni. Maður hugsar auðvitað til starfsfólksins. Ég ermjög stoltur af því sem við höfum verið að gera síðustu árin. Við höfum náð að umbylta rekstrinum, sem var grunnur að fjárhagslegri endurskipulagningu Skipta sem lauk á síðasta ári. Þessi afkomubati hefði ekki verið mögulegur nema vegna þess hvað starfsfólkið var samstillt,“ segir Sævar og bendir á að Síminn sem fyrirtæki komi vel út úr flestum mælingum. Ímyndarmælingar, þjónustumælingar viðskiptavina og starfsánægja er með hæsta móti.

„Ég geng því stoltur frá borði,“ segir Sævar. Hann veit ekki hvað taki við en reiknar ekki með því að sitja auðum höndum.

„Mér leggst eitthvað gott til. Vinnusemin hefur mér alltaf verið töm," segir hann.