*

miðvikudagur, 19. júní 2019
Innlent 6. júlí 2018 16:14

SAF gagnrýnir hækkun gestagjalda

Samtök ferðaþjónustunnar lýsa vonbrigðum með boðaða hækkun gestagjalda innan þjóðgarðsins á Þingvöllum og fara fram á að hún verði endurskoðuð.

Ritstjórn
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.
Haraldur Guðjónsson

Samtök ferðaþjónustunnar lýsa vonbrigðum með boðaða hækkun gestagjalda innan þjóðgarðsins á Þingvöllum og fara fram á að hún verði endurskoðuð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SAF.

Hækkunin nemur frá 17% til 50% og er því að sögn SAF í ósamræmi við hækkun á vísitölu neysluverðs. Samtökin gagnrýna sérstaklega hversu stuttur fyrirvari er gefinn, en hækkuð gjaldskrá er staðfest 29. júní og tekur gildi aðeins tveim dögum síðar, og minna á að allar verðbreytingar í ferðaþjónustu kalla á langan aðlögunartíma vegna eðlis greinarinnar. Þá harma samtökin að samráð skuli ekki haft við atvinnugreinina í aðdraganda breytinganna og ítreka að reglulegt og gott samráð er grundvöllur árangursríks samstarfs þjóðgarða og ferðaþjónustu.

Stikkorð: SAF Þingvellir
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is