*

mánudagur, 27. janúar 2020
Innlent 18. júlí 2019 12:19

Saffran opnar aftur

Veitingastaðurinn Saffran sem fagnar tíu ára afmæli um þessar mundir hefur opnað aftur í Glæsibæ og á Dalvegi í Kópavogi eftir endurbætur.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Veitingastaðurinn Saffran sem fagnar tíu ára afmæli um þessar mundir hefur opnað aftur í Glæsibæ og á Dalvegi í Kópavogi eftir algjörar endurbætur. Frá þessu er greint í tilkynningu. Nýju staðirnir eru hannaðir af Nicola Fellerini hja Costagroup á Ítalíu og þykja afar bjartir og glæsilegir og endurspegla gæðin og ferskleikann sem Saffran stendur fyrir.

„Saffran hefur notið gríðarlegra vinsælda frá upphafi og á sér stóran hóp fastakúnna sem er meðvitaður um hollustu, hreyfingu og gott mataræði. Einnig sækir stór hópur afreksíþróttafólks staðina okkar sem við erum afskakplega stolt af“ segir Bjarni Gunnarsson framkvæmdastjóri.