*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Erlent 29. mars 2019 07:22

Safna í 120 milljarða flugvélasjóð

Fjárfestingasjóðurinn Apollo Global Management vinnur að því að safna fé í milljarðs dollara sjóð til að fjármagna flugflota.

Ritstjórn

Fjárfestingasjóðurinn Apollo Global Management vinnur að því að safna fé í milljarðs dollara sjóð til fjármögnunar flugvéla, sem samsvarar ríflega 120 milljörðum króna að því er Bloomberg greinir frá.

Stefnt er að því að flugvélasjóðurinn hefji starfsemi á næsta ári ári. Apollo Global Management er með höfuðstöðvar í New York og einn stærsti framtaksfjárfestir heims með 120 milljarða dollara, um fimmtán þúsund milljarða króna í stýringu.

Þetta er ekki fyrsta sinn sem félagið kemur að fjármögnun flugflota. Félagið reyndi fyrr á þessu ári að fjármagna kaup á flugvélaleigu General Electric sem metin er á allt að 40 milljarða dollara, um 4.900 milljarða króna. Þá stofnaði Apollo flugleigufélagið Merx Aviation Finance sem á minnst 168 flugvélar.

Stikkorð: Flug
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is