Kringlan stendur fyrir pakkasöfnun fyrir jólin í samstarfi við Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands. Leikurinn Kringlujól var þannig kynntur til leiks um síðustu helgi en allir sem spila leikinn í snjallsímum sínum hjálpast að við að safna raunverulegum gjöfum fyrir þá sem minna mega sín.

Leikurinn virkar þannig að leikmenn safna stigum í sameiginlegan pott og eftir því sem stigafjöldi eykst bætast við pakkar í pakkasöfnunina sem fyrirtæki í Kringlunni gefa. Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands sjá svo um að útdeila pökkunum.

Hægt er að ná í Kringlujól í App Store eða á Google Play og þar með leggja sitt af mörkum til pakkasöfnunar Kringlunnar.