Hátt í 3.700 börn söfnuðu nálægt þremur milljónum króna fyrir Barnahjálp Sameinuðu Þjóðanna með þáttöku sinni í Latabæjarhlaupi Glitnis í gær.

Birna Einarsdóttir hjá viðskiptabankasviði Glitnis afhenti Þórunni Sigurðardóttur hjá Barnahjálpinni verðlaunin í gær við hátíðlega athöfn.

Fram kemur í tilkynningu að fyrir þrjár milljónir króna hægt sé að bólusetja 120.000 börn gegn mænuveiki eða tryggja 1.500 börnum í Vestur-Afríku menntun.

Þess má geta að Þórður Gunnarsson, blaðamaður Viðskiptablaðsins, hljóp hálft maraþon í gær. Þórður hljóp til styrktar alzheimersjúkum.