Nýr undirskriftalisti þar sem skorað er að ríkisstjórnina og Alþingi „að draga ekki til baka með formlegum hætti ESB-aðildarumsókn Íslands nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu."

Listinn var opnaður klukkan tíu í morgun og klukkan 14 höfðu um 3.000 manns skráð nafn sitt á listann. Til þess að skrá sig þarf að skrifa fullt nafn, heimilisfang og tölvupóstfang. Ekki er beðið um kennitölu. Ekki kemur fram hverjir standa á bak við undirskriftasöfnunina sem er á síðunni petitions24.com .