Mikill munur er á þróun inn- og útlána hjá Sparisjóðnum í Keflavík (síðar SpKef ) og Byr sparisjóði (síðar Byr hf.) frá hruni og til ársloka 2010. Í tilviki SpKef jukust innlán um 12% frá árslokum 2008 til ársloka 2010, en hjá Byr drógust þau saman um 14%. Virði útlána þeirra beggja rýrnaði töluvert, eins og gefur að skilja, en í tilviki SpKef nam rýrnunin 46% en hjá Byr 42%.

Sparisjóðirnir voru báðir teknir yfir af stærri viðskiptabönkum í fyrra, SpKef af Landsbankanum og Byr af Íslandsbanka. Þessi þróun er athyglisverð í ljósi þess að í tilviki SpKef starfaði hann um langt skeið á undanþágu frá reglum um lágmarks eiginfjárhlutfall, eða frá því í maí 2009 og þar til hann var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu í apríl 2010. Byr var í árslok 2008 rétt yfir lögbundnu 8% lágmarki, en þegar efnahagsreikningur sparisjóðsins var yfirfarinn vorið 2011 kom í ljós að hann myndi ekki uppfylla eiginfjárkröfuna. Starfaði Byr því á sambærilegri undanþágu frá því í júní í fyrra þar til hann var tekinn yfir af Landsbankanum skömmu síðar.