*

fimmtudagur, 2. apríl 2020
Erlent 25. febrúar 2018 15:23

Safnkassar settir upp fyrir kannabis

Flugvöllurinn í Las Vegas hefur sett upp safnkassa fyrir marijuana og annað dóp vegna mismunandi laga í ríkjum landsins.

Ritstjórn

Á McCarran alþjóðaflugvellinum í Las vegas í Nevada fylki í Bandaríkjunum er núna hægt að losa sig við allt dóp og lyf án vandræða áður en farið er um borð í flug.

Hafa verið settir upp sérstakir grænir safnkassar þar sem hægt er að skilja við sig löglega kannabisefni sem dæmi, en þau eru lögleg í mörgum ríkjum Bandaríkjanna í dag, þar á meðal í Nevada, en alls ekki öllum.

Voru kassarnir settir upp að sögn Christine Crews talsmann flugvallarins eftir að yfirvöld í Clark County þar sem flugvöllurinn er staðsettur bönnuðu eignarhald á marijuana á flugvellinum í samræmi við alríkislög sem enn banna fíkniefnið. Lesa má um málið á vef SF Gate og Fox News.