Ritun sögu Alþýðusambands Vestfjarða hefur kostað rúmar 22 milljónir króna. Ritunin hefur staðið yfir í rúm 10 ár og hefur eitt af þremur bindum um sögu Alþýðusambandsins verið gefin út. Í umfjöllun um málið í Fréttablaðinu í dag um ritunina segir að ekki hafi verið gerð kostnaðaráætlun þegar áður en ráðist var í ritunina árið 2001. Ljóst sé að kostnaðurinn eigi eftir að aukast verulega. Sagnaritarinn er Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi, sjálfstætt starfandi sagnfræðingur og fráfarandi oddiviti Í-listans. Hann er sonur Péturs Sigurðssonar, sem hefur verið forseti Alþýðusambands Vestfjarða frá árinu 1970.

Kostnaður við fyrsta bindið sem kom út árið 2011nam tæpum 16,9 milljónum króna. Kostnaður við annað bindið, sem væntanlegt er á þessu ári, er nú þegar orðinn 5,5 milljónir. Inni í þeirri tölu er ekki áætlun um kostnað við umbrot og prentun. Þá er þriðja bindið ógert en gert er ráð fyrir að það komi út árið 2016.

Karitas M. Pálsdóttir, sem situr í ritnefnd sögu verkalýðshreyfingarinnar á Vestfjörðum, segir í samtali við Fréttablaðið að rennt hafi verið aðeins blint í sjóinn. Alþýðusambandið hafi átt sjóð sem var eyrnamerktur sögurituninni. Hann hafi hins vegar ekki dugað til.