Fyrir nokkrum dögum kom út bókin Saga bílsins á Íslandi 1904-2004 en í bókinni er rifjað upp það helsta um fyrstu tilraunir með bíla á Íslandi. Þróunarsaga bílsins er stuttlega rakin í bókinni og hugað að því hvaða umhverfi mætti bílnum á Íslandi, þar með talin samkeppnin við járnbrautir. Höfundur bókarinnar Sigurður Hreiðar Hreiðarsson verður gestur Viðskiptaþáttarins kl. 16 á eftir.

Í bókinni er rakin er saga bílainnflutnings gegnum tíðina og hin ýmsu tímabil hennar: Bifreiðaeinkasala ríkisins, tímabil herbílanna, landnám jeppans, skömmtunar- og haftatímabilin, tímabil austantjaldsbíla í vöruskiptum og fyrstu ár frelsis í bílainnflutningi, tímabil japönsku bílanna. Rifjuð eru upp bílaumboð og tegundir sem flestir hafa nú gleymt.

Í síðustu viku var vígð ný setustofa fyrir Saga Business Class farþega í Leifsstöð en mikil aukning hefur orðið meðal viðskiptafargjaldafarþega hjá Flugleiðum. Við heyrum í Guðjóni Arngrímssyni upplýsingafulltrúa Flugleiða í þættinum.

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum skilaði þokklegu 9 mánaða uppgjöri og sker sig þannig að nokkru leyti frá öðrum sjávarútvegsfyriurtækjum. Við fáum Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóra félagsins til að segja okkur frá þessu í lok þáttarins í dag.

Viðskiptaþátturinn er endurfluttur kl. 01 í nótt.