Ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku sýknað af kröfu Sögu Capital, síðar Saga Fjárfestingarbanka, um ógildingu afturköllunar á starfsleyfi fyrirtækisins. Fjármálaeftirlitið afturkallaði starfsleyfi Sögu í fyrrahaust þar sem eiginfjárgrunnur fyrirtækisins var komið undir lögbundið lágmark. Lögmaður Saga Capital taldi að ekki hafi jafnræðis gætt og að málsmeðferðin hafi verið óvönduð og ekki tekin án nægilegs undirbúnings.

Þá kemur fram í málinu að Saga Capital hafi farið illa út úr endurhverfum viðskiptum við Seðlabankann eftir hrun, svokölluð ástarbréfaviðskipti, og skilað taprekstri í kjölfarið. Þá hafi ekki tekist að koma rekstrinum á réttan kjöl, svo sem með hlutafjáraukningu. Í byrjun síðasta árs hafi svo eiginfjárhlutföll fjármálafyrirtækisins farið undir lögbundið lágmark.

Í dómi héraðsdóms segir að fullyrðing þess efnis að ekki hafi gætt jafnræðis með því að tryggja sambærilega málsmeðferð í sambærilegum málum vera ósönnuð og afturköllunin því ekki ógild.

Dómur Héraðsdóms

Höfuðstöðvar Saga Capital á Akureyri.
Höfuðstöðvar Saga Capital á Akureyri.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Höfuðstöðvar Saga Capital voru á Akureyri.