Helstu niðurstöður úr ársreikningi Saga Capital fyrir árið 2008 eru þær að eignir bankans í árslok námu tæpum 30 milljörðum, eigið fé var 6,2 milljarðar og eiginfjárhlutfall á CAD-grunni 15%.

Rekstrartap vegna ársins 2008 nam 3,7 milljörðum eftir skatta, sem má að mestu leyti rekja til falls stóru bankanna. Þrátt fyrir slík stóráföll stendur Saga Capital vel og stjórnendur bankans þakka því hversu hátt eiginfjárhlutfall hans var við bankahrunið.

Til upprifjunar var eigið fé bankans í lok september 2008 9,8 milljarðar króna og CAD-eigið fé 54%, auk þess sem reksturinn fyrstu 9 mánuðina var í jafnvægi.

Að sögn Þorvalds Lúðvíks Sigurjónssonar, forstjóra Saga Capital, skiptir miklu máli við núverandi aðstæður að endurfjármögnunarþörf Saga Capital er engin á næstu árum.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .