Eik banki P/F hefur samið við Saga Capital Fjárfestingarbanka um að bankinn annist viðskiptavakt með hlutabréf Eik banka fyrir eigin reikning Saga Capital.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar en í því felst að Saga Capital setur daglega fram kaup- og sölutilboð í hlutabréf Eik Banka og tryggir þannig seljanleika þeirra. Saga Capital vaktar nú þegar viðskipti með bréf Össurar, Marels og Føroya Banka.

Viðskiptavakar hafa þann tilgang að efla viðskipti með viðkomandi hlutabréf og bæta þjónustu við hluthafa. Aukin viðskipti með hlutabréf fyrirtækja eru til þess fallin að auka seljanleika bréfanna og draga þannig úr áhættu og viðskiptakostnaði fjárfesta, ásamt því að auka gegnsæi verðmyndunar bréfanna.

Skilmálar viðskiptavaktasamningsins eru þannig að Saga Capital skuldbindur sig til að setja daglega fram kaup- og sölutilboð í hlutabréf að lágmarki 100 hluti á verði sem Saga Capital ákveður í hvert skipti. Þá skal hámarksmunur á kaup- og sölutilboðum ekki vera meiri en 3% og frávik frá síðasta viðskiptaverði skal ekki vera meira en 4%. Loks skal hámarksfjárhæð heildarviðskipta dag hvern skal vera 500 hlutir að nafnverði.

Saga Capital mun hefja viðskiptavaktina frá og með mánudeginum 28. desember 2009.