Kostnaðurinn vegna byggðasögu Hellu er kominn upp í 32 milljónir króna. Gengið hefur verið frá skriflegum samningi við Ingibjörgu Ólafsdóttur söguritara um lok verkefnisins.

Í nýjasta tölublaði Sunnlenska fréttablaðsins kemur fram að bókin verður gefin út í ár. Á vefnum dfs kom fram í ágúst árið 2012 að bókin yrði 600 blaðsíður og að hún kæmi út í tveimur bindum.