*

miðvikudagur, 8. desember 2021
Innlent 5. október 2015 10:05

Saga Sig hefur störf hjá Sagafilm

Ljósmyndarinn og leikstjórinn Saga Sig er gengin til liðs við Sagafilm.

Ritstjórn
Ljósmyndarinn og leikstjórinn Saga Sig.
Aðsend mynd

Ljósmyndarinn og leikstjórinn Saga Sig er gengin til liðs við Sagafilm.

Saga var lengi búsett í London en þar lærði hún ljósmyndun og útskrifaðist með BA-próf fyrir þremur árum. Á meðan hún bjó í London vann hún m.a. fyrir fyrir Nike, Topshop, Dazed and Confused og Vogue Japan, en myndir hennar hafa birst í miðlum um allan heim.

Fyrir um það bil ári flutti Saga aftur til Íslands og hún hefur þegar stigið sín fyrstu skref fyrir Sagafilm við framleiðslu á nýrri auglýsingu fyrir verslunarmiðstöðina Smáralind sem gerð var nú í sumar.

Stikkorð: Sagafilm