*

þriðjudagur, 19. október 2021
Innlent 2. nóvember 2014 08:10

Sagafilm hagnaðist um 66 milljónir

Þriðjungi minni hagnaður hjá framleiðslufyrirtækinu en árið 2012.

Ritstjórn
Ragnar Agnarsson er forstjóri Sagafilm

Framleiðslufyrirtækið Sagafilm hagnaðist um 66 milljónir króna á síðasta ári. Er það um þriðjungi minni hagnaður en árið 2012 þegar hann nam 96 milljónum króna. Sölutekjur fyrirtækisins jukust nokkuð á milli ára og námu 2.485 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 1.077 milljóna króna veltu árið 2012.

Eignir námu rúmum 1,1 milljarði króna í árslok 2013 og skuldir voru rúm 621 milljón króna. Eigið fé samstæðunnar var því um 523 milljónir króna.

Í ársreikningi félagsins kemur fram að félagið huggist sækja í auknum mæli á erlenda markaði og fjölga fjármögnunarleiðum, m.a. með opnun skrifstofu í Svíþjóð. Hefur hún það að markmiði að ná til fleiri fjárfesta og auka hlutdeild félagsins á evrópskum markaði. Ragnar Agnarsson er forstjóri Sagafilm.