*

laugardagur, 24. júlí 2021
Innlent 21. september 2015 11:15

Sagafilm tapaði 53 milljónum

Rekstrartap Sagafilm nam 10,5 milljónum króna á síðasta ári, en ári fyrr var hagnaðurinn 124 milljónir.

Ritstjórn
Ragnar Agnarsson var framkvæmdastjóri Sagafilm á síðasta ári.

Sagafilm tapaði 53 milljónum á síðasta ári. Er það töluverður viðsnúningur til hins verra, en ári fyrr hafði félagið skilað hagnaði sem nam 66 milljónum króna. 

Tap af rekstri fyrirtækisins fyrir afskriftir nam 10,5 milljónum króna á síðasta ári, en ári fyrr varð hagnaður af rekstrinum sem nam 124 milljónum króna. Rekstrartap án fjármagnsliða nam nú 60 milljónum króna samaborið við 86 milljóna króna hagnað ári fyrr.

Eignir félagsins drógust saman um 205 milljónir króna á milli ára og námu nú 941 milljón króna í árslok. Munar þar mestu um breytingu veltufjármuna, en viðskiptakröfur fyrirtækisins námu nú 171 milljón króna en voru 609 milljónir króna ári fyrr. Aftur á móti nam handbært fé 252 milljónum króna núna en var 63 milljónir króna í árslok 2013.

Skuldir fyrirtækisins námu 472 milljónum króna í lok ársins og drógust saman um 150 milljónir króna milli ára. Eigið fé félagsins nam því 469 milljónum króna.

Ragnar Agnarsson var framkvæmdastjóri Sagafilm á síðasta ári. Guðný Guðjónsdóttir tók við stöðunni fyrr í þessum mánuði.

Stikkorð: Sagafilm