*

þriðjudagur, 19. október 2021
Innlent 22. september 2019 09:03

Sagafilm velti 1,4 milljörðum

Hagnaður samstæðu Sagafilm ehf. nam 19,2 milljónum króna á síðasta ári.

Ritstjórn
Hilmar Sigurðsson er forstjóri Sagafilm.
Eva Björk Ægisdóttir

Hagnaður samstæðu Sagafilm ehf. dróst saman um tvo þriðju á síðasta ári og nam 19,2 milljónum króna, á sama tíma og tekjurnar jukust um 16% í 1,4 milljarða og heildarrekstrarkostnaðurinn dróst saman um rúmt prósent í 1,3 milljarða. Fjármagnsgjöldin ríflega tvöfölduðust milli ára og námu 41,8 milljónum króna.

Eignirnar jukust um fimmtung, í 1,1 milljarð, en eigið fé jókst um 10%, í 225,2 milljónir, svo eiginfjárhlutfallið lækkaði um 2 prósentustig í 20,8%.