Fyrirtækið Sagamedica - Heilsujurtir ehf. mun í næsta mánuði opna alþjóðlega vefverslun og hyggst félagið með því efla mjög sölu á heilsuvörum sínum.

Tilgangur með rekstri fyrirtækisins er að þróa og framleiða hágæða heilsuvörur úr íslenskum lækningajurtum og markaðssetja heima og erlendis.

Að stofnun fyrirtækisins stóðu Sigmundur Guðbjarnason , Steinþór Sigurðsson, Bænda- samtök Íslands, Ævar Jóhannesson og Þráinn Þorvaldsson. Nú er stefnt að fjölgun hluthafa í félaginu. Að sögn Perlu Bjarkar Egilsdóttur, sérfræðings hjá Sagamedica, verður vefverslun félagsins á Akranesi.

Hjá félaginu eru nú sex starfsmenn og er gert ráð fyrir að fjölga þeim á næstunni. Velta félagsins jókst um 50% á síðasta ári og gert er ráð fyrir að veltan aukist enn frekar á þessu ári.