„Nöfn á fyrirtækjum sem koma úr goðaheimum eru ekki óalgeng. Nú um síðustu helgi fengum við nýja útgáfu af grísku goðsögunni um Arion. Nýr banki lítur dagsins ljós. Birtar voru auglýsingar um nafnbreytingu og nýtt auðkennismerki frá Nýja-Kaupþingi. Ég er samt ekki viss að þeir viti hvað þeir eru að gera,“ segir Guðmundur Oddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, í viðhorfspistli í Viðskiptablaðinu í dag.

Guðmundur Oddur fjallar þar um nafnabreytingu Kaupþings og einnig Glitnis, skyggnist inn í goðsögur og merkingar á bak við þær.

Hann segir menn stundum halda að hægt sé að segja ekki neitt. Nöfn eða merki eigi ekki að þýða neitt bókstaflega.

„Allavega hefur nýja auðkennismerkið sem þeir auglýsa ekkert með Arion að gera.“

Nánar í Viðskiptablaðinu í dag.