Fréttir þess efnis að notendur Internet Explorer, vafra Microsoft, séu heimskari en notendur annarra netvafra eru ósannar. Nokkrir fjölmiðlar, meðan annars breska ríkisútvarpið BBC, greindu frá nýrri könnun sem leiddi í ljós að notendur Explorer séu heimskari en aðrir.

Fréttin hefur nú verið dregin til baka og sögð byggja á gögnum sem virðast hafa verið lögð fram í þeim tilgangi að blekkja fjölmiðla. Í fréttum af gáfnafari Explorer-notenda var vísað í rannsókn kanadíska fyrirtækisins ApTiquant. Það hafði fengið hundrað þúsund einstaklinga til þess að taka greindarvísitölupróf. Niðurstöður þess voru síðan bendlaðar við vafra notenda, sagði fyrirtækið.

Síðar kom í ljós að vefsíða fyrirtækisins hafði skömmu áður verið komið á laggirnar. Myndum og upplýsingum um starfsfólk var stolið af heimasíðu fyrirtækis í Frakklandi.

Það voru lesendur BBC sem bentu á að eitthvað gruggugt var við kanadíska fyrirtækið.