Egyptar eru sagðir hafa náð samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, um lánveitingu til þess að endurreisa og bæta efnahag þjóðarinnar. Þetta kemur fram á vef Bloomberg fréttaveitunnar, en heimildirnar eru sagðar koma frá egypskum embættismanni, sem vill ekki koma fram undir nafni.

Landið sækist eftir 12 milljarða dala láni og það til þriggja ára. Lánið gæti ýtt verulega undir efnahagsþróun í landinu, sem hefur verið hrjáð af óstöðuleika frá 2011. Ríkisstjórn afríkulandsins, hefur einnig sett fram áætlun, sem er liður í endurreisn efnahagsins. Stefnt er að því breyta skattastefnunni, draga úr niðurgreiðslum á orku og auka tekjur. Hagfræðingar spá því einnig seðlabanki Egypta muni fella gengi gjaldmiðilinn.