„Helmingurinn var pólitísk ástarjátning til Ögmundar. Fáir hafa orðið mér pólitískt samferða,“ segir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra. Hann ræddi um samneyti sitt og Ögmundar Jónassonar í umræðum um tillögu þingmanna VG um kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum í dag. Í umræðunum kom Össur inn á bókina Ár drekans sem kom út fyrir síðustu jól og fjallar í stuttu máli um eitt ár í lífi sínu og vinstristjórnarinnar, þ.e. Samfylkingar og VG. Ögmundur var dómsmála- og innanríkisráðherra í ríkisstjórninni.

Samfylkingin og VG var ekki sammála um marga hluti, sérstaklega ekki um aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu. Ögmundur segir í bókinni margt hafa gerst á bak við tjöldin.

Á Alþingi í dag mærði Össur Ögmund í upphafi máls síns:

„Hann og ég höfum borið gæfu til þess að geta rætt málin og stundum getað komist að sameiginlegri niðurstöður,“ sagði Össur og tók fram að hann væri ósammála þeim skorðum sem Ögmundur vill setja við kaupum erlendra einstaklinga á jörðum hér á landi. Össur benti m.a. á að Íslendingum hafi verið heimilt að kaupa jarðir og fasteignir í öðrum löndum. Af þeim sökum verði landsmenn að una því að sömu reglur gildi hér og þar.